11.9.2007 | 19:55
Aloe Vera djúsinn sem allir eru að tala um!
Nú á dögum hafa eiginleikar plöntunnar aftur verið uppgötvaðir og hafa rannsóknir á henni leitt lækningarmátt hennar ótvírætt í ljós. Meðal annars hefur verið uppgötvað að plantan inniheldur hormón sem hraðar uppbygingu nýrra frumna og telja margir að Aloe Vera muni verða vopnið í framtíðinni gegn húðkrabbameini og einnig að jurtin muni gegna mikilvægu hlutverki í að verja ónæmiskerfi húðarinnar. Aloe Vera örvar starfsemi húðarinnar og bætir rakatap, það fer dýpra en önnur krem og virkar þar af leiðandi fjótt og vel. Aloe Vera hefur svipaða verkun og sterar en hefur engar hliðarverkanir. Nokkur efnasambönd eru ábyrg fyrir þessari verun en mikilvægt er að Aloe Vera inniheldur ekki kortisón en hefur ensím og önnur frumefni sem vinna vel á sársauka. Aloe Vera inniheldur einnig kalíum, kalsíum, sink, C- og E-vítamín sem eru miklir hvatar í allri lækningu.
Aloe Vera safinn sem unnin er úr blöðum plöntunnar stuðlar að auknum efnaskiptum og eykur orkuframleiðslu eftir því sem líkaminn þarfnast. Aloe Vera inniheldur ensím sem brjóta niður kolvetni, fitu og prótín í maga og þörmum. Aloe Vera getur brotið niður innilokuð efni í þörmum og inniheldur efnið (uronic acid) sem eyðir eiturefnum inni í frumum. Aloe Vera inniheldur auk þess kalíum sem bætir og örvar starfsemi lifur og nýru sem eru aðalhreinsunarlíffæri líkamans. Aloe Vera inniheldur 6 virk efni sem vinna gegn bakteríum, sveppum og vírusum. Það þykir sannað að bakteríur eins og salmonella og klasakokkar eyðast við notkun Aloe Vera, þá hefur plantan einnig virkað vel gegn candida svepp. Aloe Vera reynist vel gegn sveppasýkingum sé það borið beint á sveppinn. Acemodan (alecticmanmosa) er efni sem finnst í Aloe Vera og hefur reynst vel gegn veirusýkingum. Aloe Vera Barbadensis Miller jurtin er mjög örugg í allri notkun og hefur engar hliðarverkanir. Reynslan hefur sýnt að Aloe Vera plantan hefur mikinn lækningarmátt. LR ræktar sínar plöntur á ökrum út í suður Mexícó. Djúsinn frá LR er framleiddur í Þýskalandi, það eru til tvær tegundir af honum hjá LR, annar þeirra er með hunangi og hinn er með ferskju.Hunangs Aloe Vera djúsinn er mun hraðvirkari en þessi sem er með ferskjunni, hann hefur 91% Aloe Vera og 9 % Drottnigahungang sem LR framleiðir einnig. Öll efnasambönd eru náttúruleg og vítamínin eru um 75 talsins í drykknum. Það er alveg óhætt að segja að Aloe Vera djúsinn er bylting í náttúrulækningum 20 aldarinnar. Fólk sem er með gigt, exem, sóríasis, magavandamál, ristilsvandamál, sveppasýkingar, vöðvabólgur, styrðleika í liðum og á ervitt með svefn, finnur mikinn mun á sér eftir aðeins einn mánuð að drekka djúsinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 19:54
Hvernig virkar Lr-Henning kúrinn?
Fæðuáætlun.
Í þremur áföngum.
1. Stig. Probalance.
Það er mikilvægt að ná PH gildinu í rétt stig, til þess eru Probalance töflurnar. Þvag strimmlarnir sem fylgja með þeim (verður að panta sér) eru notaðir til að mæla PH gildið. Ef þú ert á bilinu 7,0 til 7,4 er það í lagi.Flestir eru ekki á þessu stigi vegna streitu, reykinga, kaffidrykkju, kókdrykkju og annara áhrifa frá daglegu amstri.Ef þú ert með of lágt PH gildi skaðar það frumuskipti, þar sem líkaminn geymur vökva á milli fruma, sem veldur hægri endurnýjun.Til að ná jafnvægi er notað Probalance sem inniheldur steinefni og með notkun í stuttan tíma næst jafnvægi í líkamanum.Í byrjun notar þú 6 töflur þrisvar á dag og eftir 3 4 daga getur þú séð niðurstöðu á PH gildi með strimlunum. Margir munu finna mun á þyngd sinni á þessum tíma, allt frá 2 kílóum upp í 6, sem er vökvatap. Auk sjánlegrar lækkunnar á vigtinni, bætir Probalance vellíðan vegna lægra sýrumagns í líkamanum. Þegar PH gildið hefur náð réttu stigi er næginlegt að taka 2 4 töflur á dag. Þó er mikilvægt að fylgjast með PH gildinu með strimlunum eins og einu sinni í viku.Þegar PH gildið er komið í rétt stig, eru frumuskiptin eðlileg í líkamanum og líkaminn hefur góðan aðgang að fitugeymslum líkamans.Eftir farandi hefur skaðleg áhrif á PH gildið: áfengir drykkir, súr matur, kaffi, kók, sykur og allir streituvaldar í daglegu lífi. Ef þú ert í þessu flokki þarft þú að mæla PH gildið oftar.Ef þú ferð út af strykinu og drekkur glas af vín, eða meira, þá getur þú auðveldlega komið líkamanum fljótt í jafnvægi aftur með því að auka Probalance skammtinn í 3x 6 töflur daginn eftir.
2. Stig Figuactiv.
Þetta snýst allt um fæðuna okkar og vandinn er að fæðan okkar inniheldur mikið magn af kolvetni. Í dag finnum við nánast aldrei fyrir hungri þar sem við finnum aldrei fyrir hungri notar líkaminn ekki varaforðan, sem eru fitufrumurnar.Hvað eru fitufrumur? Fitufrumur eru að mestu fylltar af fituefnum sem nefnast þríglýseríð. Kjarni þeirra og önnur frumulíffæri eru samanþjöppuð í örlítið svæði utan við fitubóluna sem geymir fituna. Hlutverk fitufrumna er að geyma ónotaða fitu í líkamanum á formi þríglýseríða. Til þess að sinna þessu hlutverki sínu geta frumurnar þanist út og stækkað gífurlega. Þannig geta fitufrumur í of feitum einstaklingi orðið hundrað sinnum stærri en í grönnum einstaklingi.Hver hitaeining sem við innbyrðum er ýmist nýtt eða geymd. Þegar við borðum meira af orkuríkri fæðu en sem nemur orkunni sem við notum söfnum við fitu og fitufrumurnar fyllast og stækka. Ef við notum aftur á móti meiri orku en við neytum skreppa fitufrumurnar saman, en fjöldi þeirra breytist ekki.Offita í æsku
Vöxtur líkamans á sér fyrst og fremst stað frá því fyrir fæðingu og þar til unglingsárunum lýkur. Hann er sérlega hraður síðustu þrjá mánuði í móðurkviði, fyrstu þrjú ár ævinnar og á unglingsárunum.
Á meðan á vexti stendur hefur líkaminn möguleika á að safna ofgnótt af fitufrumum. Offita sem hefst í æsku leiðir til marktækt fleiri fitufrumna en í grönnum einstaklingi. Aukinn fjöldi fitufrumna í æsku gerir einstaklingnum erfiðara fyrir að létta sig þegar hann kemst á fullorðinsár og þar með að viðhalda kjörþyngd. Að sama skapi er auðveldara að bæta á sig á ný seinna meir.
Megrun og líkamsrækt stuðla að því að fitufrumurnar minnka en fjöldi þeirra breytist ekki það sem eftir er ævinnar. Við sitjum því uppi með allar þær fitufrumur sem við myndum á vaxtarskeiði ævina á enda.
Fitusöfnun á fullorðinsárum
Offita sem kemur fram á fullorðinsaldri stafar fyrst og fremst af stækkun fitufrumna. Fólk sem fitnar fyrst á fullorðinsaldri á líklega auðveldara með að léttast og viðhalda æskilegri þyngd vegna þess að það hefur færri fitufrumur en fólk sem hefur orðið of feitt í æsku. Í matvælum í dag er svo mikið af kolvetnum að við fáum alla orku sem við þurfum úr því svo öll fitan í matvælunum fer í geymslu (fitufrumurnar stækka). Kolvetni er orðin okkar orkulind og eldsneyti líkamansa. Þar af leiðandi verðum við að hafa áhrif á þessa orkulind til að fá líkaman til að fara aðra leið. Figuaktiv sem er nákvæmlega samsett fæðubótaefni sem gefur nákvæman skammt af vítamíþörfum líkamans. Við þurfum að lifa eingöngu á Figuactiv, ávöxtum og grænmeti, í þrjá daga. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta ekki mögulegt. Eftir hálfan dag værum við byrjuð að skjálfa og titra og finna fyrir hungurtilfinningu vegna lítils blóðsykurs sem stillist með kolvetni. Blóðsykur gefur til kynna hversu mikill sykur er í blóðinu á hverjum tíma og kallast það einnig blóðglúkósi. Magn sykurs í blóðinu er skilgreint sem hlutfall og er mælieiningin mmol/l. Yfirleitt eru ekki miklar sveiflur á blóðsykrinum yfir daginn (u.þ.b. 4 - 8 mmol/l), hann er hæstur eftir máltíðir og jafnan lægstur þegar maður fer á fætur á morgnana.Upptaka glúkósa úr blóðinu ræðst af því hversu mikil orkuþörfin er. Sé þörf á mikilli orku lækkar blóðsykurinn hraðar. Þar getur streita einnig haft áhrif. Þegar við verðum fyrir mikilli spennu býr líkaminn til adrenalín; glúkósi leysist úr lifrinni og blóðsykur hækkar. Ef við nýtum ekki þetta adrenalín (t.d. þegar setið er fyrir framan spennandi fótboltaleik í sjónvarpinu) bregst líkaminn þannig við að hann fer að búa til andstreituhormón til að lækka blóðsykurinn aftur. Afleiðingin er sú að blóðsykurinn lækkar of hratt og of mikið og við verðum þreytt. Þá eigum við það til að sækja í gosdrykki og sætindi eða kartöfluflögur til að hressa okkur við en með því hækkum við blóðsykurinn aftur of hratt. Það sama gerist þegar sótt er í kaffi eða aðra örvandi drykki, t.d. þegar mikið er að gera í vinnunni.Figuactiv stýrir blóðsykri og innsúlíni svo líkaminn fær ekki sykursjokk og kemur þar af leiðandi í veg fyrir craving þörf í kolvetni eða orku.Þegar við höfum ekki borðað kolvetni ríka fæðu í 3 daga neiðum við líkaman til að leita að orku á annan veg og þessi lind er fitugeymslan (fitufrumurnar). Líkaminn breytir þar með efnaskiptunum og byrjar að brenna úr fitugeymslunni. Nú er það þitt að ákveða hversu hratt fitugeymslan á að hverfa. Ef þú heldur áfram að borða eingöngu ávexti og grænmeti með Figuactiv eins og lýst var hér að ofan, þá ferð þú að finna fyrir verulegum breytingum. Ekkert mælir á móti því að þú gerir þetta í allt að þrjár vikur.
3. stig. Figuactiv Te.
Þegar við höfum byrjað fitubrennsluna þá er það eins og með bílana að því meiri sem snúningshraðinn er því meira er notað af bensíni. Til að auka brennslu líkamans þá notum við blöndu af kryddjurtum þar sem grænt te er undirstaðan.Þú þarft að drekka grænt te 3 til 5 sinnum á dag til að halda fitubrennslunni í hámarki. Ef við viljum auka virkni þá getum við sett jalepeno, hvílauk, papriku og annað stert grænmeti í sallatið.Bæði svart sem er óblandað og grænt te innihalda flavonóíða, af náttúrunnar hendi, sem hafa andoxunareiginleika og vernda því frumur gegn sindurefnum. Flavonóíða er einnig að finna í grænmeti og ávöxtum. Hollensk rannsókn frá árinu 1999 leiddi í ljós, að mikil tedrykkja dregur úr æðakölkun, sér í lagi meðal kvenna. Rannsóknir á tilraunadýrum sýna, að te hefur hemjandi áhrif á vissar krabbameinsfrumur, einkum í maga og þörmum. Flavonóíðarnir í tei auka einnig efnaskipti líkamans. Þrír bollar af grænu tei, daglega, geta aukið efnaskiptin um fjóra af hundraði. Bæði svart og grænt te virðast geta dregið úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum en fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á grænu tei. Hugsanlegur munur á verkun þessarra tveggja tetegunda getur stafað af því, að þær innihalda mismunandi tegundir flavonóíða.Í tei er einnig að finna amínósýruna L-theanín, sem hefur róandi eiginleika án þess þó að verka slævandi. Rannsóknir hafa sýnt að L-theanín eykur námsgetu og styrkir ónæmiskerfið auk þess sem það getur dregið úr einkennum fyrirtíðarspennu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)